web tracker

Saturday, June 05, 2004

Vorum að koma úr bíó, fórum að sjá nýju Harry Potter myndina ógó skemmtileg! Ég gæti sko horft á Harry Potter og Lord of the Rings til skiptis það sem eftir er ævi minnar, svo sniðugar svona ævintýramyndir. Vandamálið er bara það að ég er svo gersamlega veruleikafirrt (eins og bróðir minn orðar það svo skemmtilega) að eftir 10 min á svona mynd þá trúi ég því bara algjörlega heilshugar að ég eigi heima í þessum heimi, alveg án gríns sko þá sit ég hérna bara bíðandi eftir því að það komi hérna ugla með innritunarbréfið mitt í Hogwartsskóla og ég get alveg sagt ykkur það að það eru nokkrir dagar í það að ég detti aftur inn í veruleikann.
Var marga mánuði eða jafnvel ár að jafna mig eftir að ég sá Bruce Lee í Hafnarfjarðarbíói á fyrstu árum ævi minnar gekk bara um allt æpandi og sparkandi og alveg handviss um að ég væri mesti karate snillingur heims og mér gengur eitthvað erfiðlega að vaxa upp úr þessi..... kannski alltílæ bara allavega segir pabbi minn að það sé algjör óþarfi að vaxa uppúr hlutum og ekki platar hann pabbi minn..........hmm
En annars erum við bara í góðum málum hérna held ég. Erum að leita að stærri íbúð með garði einhversstaðar hérna og það er auðvitað bara brandari, garðar eru eitthvað sem er einstaklega erfitt að finna í nágrenni Parisar og ef þú finnur eitthvað með garði þá bara kostar það þreföld forstjóralaun per mánuð...... iiii hvað er ég að kvarta hérna auðvitað fáum við bara það sem æðri máttur en ég vel fyrir okkur þannig að mér væri nú eiginlega bara næst að halda kjafti....jamm ég held að það sé best.
Svo eru minns og hinns að fara á Pixies á mánudaginn og ég veit að það verður partí.

Bless í bili
Isis yfirnorn

|