web tracker

Tuesday, April 27, 2004

Jibbíí sumarið er komið í France, sólin skín og hitinn fer hækkandi...æ lov itt. Skelltum okkur á ströndina síðasta sunnudag og þar var vægast sagt pakkað af bikínígellum og gæjum svo við urðum að keyra meðfram ströndinni í klukkutíma áður en við fundum stað þar sem var pláss fyrir okkur eða aðallega pláss fyrir Amir þar sem að þessi ferð var nú mest farin fyrir hann. Hann veit nefnilega ekkert skemmtilegra en að synda í sjónum og kafa eftir allskonar drasli. En eftir að hafa keyrt þarna um þá erum við eiginlega búin að ákveða að fara þangað aftur "barnlaus" því það er svo mikið að skoða þar og mikið um að vera þarna. Myndirnar koma inn á albúmið fljótlega, við erum að vinna í því að taka til í þessu albúmi og þetta tekur allt sinn tíma.

Danni er svo að fara til Mauritius á föstudaginn þó að hann byrji ekki að vinna fyrr en á mánudeginum þá hefur hann bara helgina til að leika sér og skoða sig um og gista á fimm stjörnu hóteli.....grrrrrr og ég er svoooo abbó en er samt að reyna að samgleðjast bara.....*reyni*reyni*

Annars erum við Amir bara heimavinnandi núna eftir að ég hætti að vinna á Hótelinu, reyndar búið að bjóða mér eina vinnu sem ég gat ekki tekið af því að það var framtíðarvinna en ég er að fara í tvö atvinnuviðtöl í vikunni þannig að hver veit nema eitthvað skemmtilegt gerist.

En nú er tími til að fara út í sólina og reyta arfa.....

La vie est belle!

|