web tracker

Friday, August 29, 2003

Jibbííí, við erum komin með internet heim! ooohh hvað lífið er ljúft......... Það er grenjandi rigning úti og við Amir getum bara hangið á netinu í allan dag ef okkur langar til. Jebbs nu er minns bara búinn á frönskunámskeiðinu sem ég er búin að vera á síðustu 4 vikur og ég held nú bara að það hafi jafnvel eitthvað smávegis síast inn í minn þvera haus, allavega þykist ég skilja meira en ég gerði áður, hinsvegar skilja aðrir alveg jafn lítið hvað ég er að segja en það er augljóslega þeirra vanhæfni.

Danni er kominn með fastan samning hjá fyrirtækinu sem hann er að vinna hjá sem þýðir að hann fær atvinnuleyfi sem þýðir að hann fær landvistarleyfi sem þýðir að hann færi kennitölu sem þýðir að við getum loksins fengið búslóðina okkar senda, Halleluja! Það er frekar fátæklegt að búa í pinkulítilli stúdíóíbúð sem er tóm að undanskildnu tölvu, svefnsófa og litlu borði en nú fer vonandi að koma að því að ég geti fyllt hana af drasli

Ég byrja svo að vinna á mánudaginn við að passa hana Selju Sif litlu frænku hans Danna sem er frábært þar sem við getum lært að tala frönskuna saman, ég held að við séum nokkurnveginn á sama stað í málfræðinni þó að hún sé ekki nema 4 mánaða.

Annars er bara rosagaman hérna hjá okkur og hitinn loksins orðinn bærilegur þannig að það er hægt að fara út úr húsi án þess að finna hjá sér þörf til að hoppa ofan í næsta gosbrunn.......

á bien tót og knús til ykkar allra dúllusnúllurnar ykkar......blehhh

|