web tracker

Thursday, November 27, 2003

Gerum þér einföldustu hluti ómögulega! það ætti að vera slagorð frakka því það virðist bara ekki vera hægt að gera einn einfaldann hlut á þessu helv$%#/djö#/$%ands&$(%# landi!...........ok þá er ég búin að losa mig við þessa gremju, merkilegt hvað mér líður oft betur þegar ég er búin að blóta mikið, kannski ekkert sérstaklega fallegt en einstaka sinnum nauðsynlegt þó að ég reyni að komast hjá því.
En svo ég deili aðeins ástæðunni fyrir þessu mikla gremjukasti mínum þá, eins og Danni var búin að opinbera, keyptum við okkur bíl, ógisslega flottur og fínn og grænn og bara æði...........nema það að við getum að sjálfsögðu getum ekki keyrt hann nema tryggja hann fyrst þannig að auðvitað er það vesen í alla staði að fá trygginu fyrir svona nýbúa eins og okkur en vitiði hvað er aðalvesenið??? að við skyldum hafa fengið bílpróf 17ára gömul í stað 18ára eins og er í flestum löndum.............jebbs ég er að segja satt, þetta bara komast þau ekki yfir og þetta bara passar ekki inní kerfið þeirra frekar en nafnið mitt og það að aðrir í fjölskyldunum okkar skuli ekki heita sama eftirnafni og við........æji ég má eiginlega ekki við því að tala um þetta meir, svona er þetta bara og svona verður það og ég verð bara að sætta mig við það og hætta að ætlast til þess að heil þjóð breytist bara fyrir mig

En annars er samt alveg æðislegt að búa hérna :D og við erum ofur ánægð hér. Við erum búin að kynnast fullt af skemmtilegu fólki og það virðist bara alltaf vera nóg af skemmtilegum hlutum að gera hérna, um daginn komu til dæmis Kjartan,vinur hans Danna og Marta kærastan hans og við fórum á smá svona túristaflakk með þeim fórum til dæmis að skoða Invalides, sem er ótrúlega falleg höll sem við göngum reglulega framhjá og spáum alltaf í hvað þetta sé eiginlega, við komumst semsagt að því að þetta er núna herminjasafn og grafhvelfing(segir maður það?) Napoleons s.s. kistan hans er þarna í einhverri rosa hvelfingu og fullt af túristum að taka myndir og svo allskonar svona gamalt dót til að drepa fólk með og gamlir herbúningar og svona dót sem ég hafði bara merkilega gaman af.
Svo erum við að fara á einhverja rokktónleika á Champs Elysees á morgun sem við fengum boðsmiða á og helgina eftir það erum við að fara á eitthvað rosa dragshow í amerískri kirkju sem verður örugglega geggjað þar sem einn félagi okkar er að sýna......já flestir karlmenn sem við kynnumst hérna virðast vera alveg einstaklega skemmtilega hýrir.....sem er bara gaman eins og allt annað, gaman gaman gaman er að vera til

jæja nú er ég búin að róa þá aðeins sem segja að ég eigi að blogga oftar og ég lofa að taka mig á framvegis.
En nú ætla ég að skella steikinni í ofninn svo minn heittelskaði fá staðgóða kvöldmáltíð er hann kemur heim úr vinnunni.

|

Monday, November 24, 2003

Ef einhverjum finnst strategy leikir skemmtilegir og finnst massagrafík ekki lífsnauðsynleg þá er Astrowars algjör snilld. Soldill Eve fílingur en allt í browsernum (ekkert download, loggar þig inn alls staðar þar sem er internet).

Góðar stundir

|

Langt síðan ég hef bloggað.

Keyptum okkur bíl á laugardaginn. Getum þá kannski farið að fara reglulega í búðina og alls kyns önnur fríðindi sem því fylgja.

Nú er ég aftur orðinn veikur. Ótrúlega gallaður eitthvað. Ætlaði að hringja í tryggingarnar og tryggja bílinn en þá vill svo heppilega til að ég skildi bakpokann minn eftir niðri í bíl og lyklarnir að íbúðinni eru í honum. Íris læsti að sjálfsögðu á eftir sér þegar hún fór út í morgun sem þýðir að ég er læstur inni.

Mig langar að fara að reyna að gera eitthvað sniðugt við þetta blogg hérna. Mér finnst vanta fullt af drasli einhvernveginn.

|