web tracker

Monday, April 12, 2004

Gleðilega páska allir saman!
Sit hér í brjáluðu fjöru, eða ekki, þar sem að Danni liggur upp í rúmi sofandi og hundurinn sofandi við hliðina á mér. Danni tók nefnilega upp á því að fagna páskunum með flensu sem að ég reyndar smitaði hann af en ég hafði þó vit á því að klára mína fyrir páska svo ég gæti nú örugglega borðað Nóa páskaeggið mitt....nammi nammi namm "enginn er verri þótt hann vökni" er málsháttur dagsins sem er eflaust bara mjög satt....annars er búið að vera allt of mikið að gera hjá okkur þannig að við vorum bara að opna páskaeggið okkar í núna í morgun, höfðum ekki lyst á því í gærkvöldi.
Annars erum við búin að eiga góða helgi, eins árs afmæli hjá Selju Sif á laugardaginn, brunch með fullt af AA fólki í gærdag og svo dinner með familíunni hans Danna í gærkvöldi........hmmm er að lesa aðeins yfir þessa færslu
opna páskaegg á öðrum í páskum+hafa ekki lyst á páskaeggi+fara í brunch = við erum að verða gömul!!

Jenný vinkona hringdi einmitt í mig í gærmorgun alveg niðurbrotin af því að hún væri orðin svo gömul, hún hafði nefnilega ekki lyst á því að borða súkkulaði í morgunmat en neyddi þó nokkra bita ofan í sig svona til að halda í æskuna en nei nei henni varð bara flökurt eftir það.....

usss ég ætla fara á hnén og biðja um það að löngunin í súkkulaði verði aldrei tekin frá mér, eitthvað verður maður nú að sukka með

ehaggi??

knús til ykkar allra

|