web tracker

Thursday, October 23, 2003

Ég er með pest.

Ég fæ aldrei pest.

Hverjum datt eiginlega í hug að koma með eitthvað eins og pest?

Og hverslags orð er það eiginlega?

Ég man þegar ég var lítill og vinir minir fengu kannski gubbupest eða eitthvað og ég bara skildi ekkert.

Ég er semsagt búinn að liggja í rúminu síðustu 3 daga, borða lítið sem ekkert og líða hörmulega, læknirinn sagði að ég ætti að geta farið að vinna í dag svo ég fékk mér bara fínan kvöldmat í gærkvöldi. Ætli ég hafi svo ekki sofið í svona 2 kannski 3 tíma í nótt og engin vinna fyrir mig.

Eitt finnst mér samt sniðugt, ég er að hlusta á Þrek og Tár með Hauki Morthens og Erlu Þorsteins í boði Möggu. Takk Magga.

|