web tracker

Friday, December 12, 2003

Jæja þá er komið upp smá myndasafn. Þetta er ekki endanlegt og það er ekki alveg allt þarna inni, meira að segja sumt sem þið skiljið líklegast ekkert í en við eigum eftir að taka það út.
Tékkið á þessu

|

Ég veit ekki hvort það hefur verið sami gaurinn í mörg ár eða hvort allir þeir sem skrifa slúðurfréttir um ríka og fræga fólkið í Moggann eru svona slappir en mér finnst þetta alveg versta blaðamennska sem ég sé.

|

Thursday, December 11, 2003

Joooossssss!

Eg a flugmida til Islands nananananaaaa.

Svona i ljosi thess ad Geiri aetlar ad koma til Parisar strax eftir aramot tha rauk eg til og keypti mer mida til Islands a sama tima!

Neinei, thad er ekki satt.
Mer finnst leidinlegt ad geta ekki fengid ad hitta Geira og fru en thad er soldid sidan eg akvad ad fara til Islands i kringum jolin, var bara aldrei vist hvenaer en nu haetti eg i vinnunni 24. des og byrja i nyju vinnunni 12. jan. Eg get ekki skilid konuna eftir eina yfir aramotin svo thad kemur bara thessi eina vika til greina, fra 2. til 9. januar verd eg semsagt a Islandi. Eg er alveg mest spenntur.

|

Wednesday, December 10, 2003

Jæja, 2 vikur í jólin bara! ég er samt ekkert komin í neitt jólaskap ætli ég sé ekki bara svona vanaföst að þegar hlutitrnir eru ekki eins og vanalega þá bara er þetta eitthvað ekki alveg að virka, ég er t.d. ekki að vinna sem mér finnst ömurlegt því að ég er bara einfaldlega þessi týpa sem þarf að vinna enda var húsmóðurgenið algjörlega fjarlægt úr mér við fæðingu, ég er meira svona fyrir það að vinna bara 10 tíma vinnudag og vera svo á þeytingi að versla jólagjafir og skreyta. Það er líka það,það vantar allt skrautið hérna í Paris og jólalögin í útvarpið og allt þetta sem gera jólin svo öfgafull og skemmtileg en við höfum nú reyndar verið dugleg að spila þau bara sjálf, Ómar Ragnarsson í botni með "Krakkar mínir komiði sæl"...... sá maður er algjör snillingur!!!
Annars er jólafólkið hér í Frakklandi greinilega staðsett í sveitinni og þar sem við eigum núna þennan fína bíl, meirasegja búið að tryggja hann og alles, skruppum við í smá sveitaferð á sunnudaginn. Að keyra eftir grænum ökrum í sólskini að hlusta á diskó er reyndar ekki það jólalegasta í heimi en á bakaleiðinni þegar allt var orðið dimmt þá komst maður í jólafílinginn, þarna var fólk búið að setja seríur í alla glugga og garðinn og jólasveinar að klifra uppeftir húsþökum bara alveg eins og á Íslandi...........mig langaði hreinlega að banka upp á og kyssa þetta fólk fyrir að bjarga jólunum........ hey ætli Trölli hafi kannski bara stolið jólunum úr Paris?!............nei okei okei það er kannski ekki alveg svo slæmt bara ekki jafn öfgakennt og maður er vanur.
Annars var tilgangurinn með þessari sveitaferð okkar að fara að skoða þorp sem heitir Provins og er svona 1 1/2 tíma frá Paris, þetta er svona þorp frá miðöldum sem stendur uppá stórri hæð og efst er rosa falleg kirkja sem engin önnur en Jóhann af Örk sótti messu í árið 1429 pælið í því skrítið að labba um svona stað eins og að ferðast í tíma bara,hmmmmm fyrir utan alla bílana og mótorhjólin reyndar, en svo eru þeir með svona túristaiðnað allskonar sýningar og svoleiðis reyndar var ekkert þannig þar núna sem var bara fínt bara gaman að sjá þetta allt og ótrúlega skrítið að hugsa til þess að maður var að labba eftir sömu götum og Jóhanna af Örk og fleira merkilegt fólk gekk eftir 570 árum fyrr......en allavega mæli með að þið kíkið þangað ef þið eruð að túristast í Paris.

En nú ætla ég að kaupa síðustu gjafirnar sem á að senda til Íslands.... kemst kannski í jólaskap við það
Set kannski inn myndir úr sveitaferðinni fljótlega

kiss, kiss og útaf

|