web tracker

Monday, April 05, 2004

Hallo fólk, sá hérna fyrir neðan hálfgert loforð um að ég myndi segja frá dýragarða/tívolíferðinni okkar þannig að ég verð víst að setja inn nokkur orð;) Þeir sem þekkja mig vita nú reyndar að það er eiginlega ekkert hægt að gera neitt betra fyrir mig en að fara með mig í dýragarð eða tívóli og hvað þá bæði í einu!! þannig að um leið og hann Danni minn uppgötvaði þetta duo þarna þá auðvitað vissi hann að hann yrði að fara með mig og það var sko ekki leiðinlegt!! Ég var eins og skríkjandi smástelpa (sem að ég er kannski bara að öllujöfnu) og hann Danni var nú ekkert minna spenntur, hann þarf bara alltaf að halda kúlinu þið skiljið ;) en við sáum semsagt fullt af sniðugum dýrum m.a. ljón, tígrisdýr, gíraffa, fíla, flóðhesta, úlfa, apa, birni, antílópur, hrægamma og rottur. Ég er reyndar ekkert viss um að það síðastnefnda hafi átt að vera til sýnis en þær lifðu allavega góðu lífi hjá hrægömmunum og voru ekkert að kippa sér upp við homo sapiens tegundina.
Eftir þetta fórum við svo í tívólí í rosa rússíbana og létum plata úr okkur pening í allskonar tombólusvindl, það var líka frábært veður heitt og sól allan daginn þannig að þetta var góður dagur en það besta var samt að við gleymdum myndavélinni!!

Annars er ég bara heima í dag, gera skattskýrslu og sona, var að vinna á laugardaginn og er þá heima í dag í staðinn og svo er vinnan bara búin á föstudaginn og ég þarf að fara að leita að næstu. Stefnan sett á að þræða atvinnuskrifstofur eftir vinnu næstu daga og svo er bara aldrei að vita nema við förum suður fljótlega...jibbíííí en nánari fréttir af því á næstunni allavega

en nú þarf ég að fara að sinna "litla" barninu mínu sem vælir við hurðina og vill komast út

sí jú leiter aligeiter

|